Nokia 6085 - Minniskort sett í

background image

Minniskort sett í

Aðeins skal nota samhæf microSD kort sem Nokia samþykkir
til notkunar með þessu tæki. Nokia styðst við viðurkennda
staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum kort sé ekki
hægt að nota að fullu með þessu tæki. Ósamhæf kort geta
skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.

background image

H a f i s t h a n d a

14

Hægt er að auka minni

Gallerí

forritsins með því að nota minniskort. Sjá

“Gallerí” á bls. 69. Hægt er að setja minniskortið í símann, eða skipta um
minniskort, án þess að slökkva á honum.

Mikilvægt: Fjarlægið ekki minniskortið meðan á aðgerð stendur og
kortið er í notkun. Ef kortið er fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið
skemmdum á minniskortinu og tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á
kortinu geta skemmst.

Til að setja minniskort í símann skaltu nota fingurnögl til að opna
minniskortsraufina með því að setja hana í gróp loksins (1). Settu svo
minniskortið í raufina (2). Minniskortið þarf að sitja rétt og gylltu
snerturnar á því eiga að vísa upp. Lokaðu raufinni (3).

Hægt er að vista margmiðlunarskrár í

Gallerí

á kortinu (t.d. myndir,

myndskeið og hljóðskrár).

Notaðu fingurnögl til að fjarlægja minniskortið. Stingdu henni í gróp
loksins og opnaðu raufina. Ýttu aðeins á kortið með nöglinni til að losa
það. Dragðu það svo út. Lokaðu svo raufinni.

Upplýsingar um hvernig á að forsníða minniskortið er að finna í
“Minniskort forsniðið” á bls. 69.