Nokia 6085 - SIM-kort og rafhlaða sett í símann

background image

SIM-kort og rafhlaða sett í símann

Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er
fjarlægð.

Öll SIM-kort skal geyma þar sem lítil börn ná ekki til.

Upplýsingar um framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins.
Þetta getur verið þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.

SIM-kortið og snertifletir þess geta auðveldlega skemmst ef kortið
rispast eða bognar. Því þarf að meðhöndla kortið varlega þegar það er
sett í símann eða tekið úr honum.

SIM-kortinu komið fyrir:

1. Ýttu á efst á bakhliðina og renndu henni til

svo hún losni og lyftu henni síðan upp til að
fjarlægja hana.

2. Eftir að þú hefur fjarlægt bakhliðina skaltu

setja nögl undir rafhlöðuna og lyfta henni
upp eins og sýnt er á myndinni.

3. Settu fingurnögl í gróp málmhöldu

SIM-kortsins. Losaðu hana svo úr
festingunni og lyftu henni upp.

4. Settu SIM-kortið í hölduna líkt og sýnt

er á myndinni. Skáhorn kortsins fer
fyrst í og gylltu snerturnar á því eiga
að vísa upp (frá símanum).

5. Lokaðu höldunni. Gylltu snerturnar á

SIM-kortinu falla að gylltu snertunum
í símanum. Ýttu höldunni gætilega að
símanum þar til hún smellur á sinn stað.

background image

H a f i s t h a n d a

13

6. Settu rafhlöðuna í símann þannig að

merkimiðinn á því vísi upp og gylltu
snerturnar á því passi saman við snerturnar
í símanum. Renndu rafhlöðunni inn þar til
hún smellur á sinn stað.

7. Ýttu á bakhlið símans þar til hún smellur á

sinn stað.