Nokia 6085 - 12. Kallkerfi

background image

12. Kallkerfi

Kallkerfið er tvíátta talstöðvaþjónusta sem í boði er yfir GSM/GPRS
farsímakerfi (sérþjónusta). Kallkerfið býður upp á bein talsamskipti.
Styddu á efri hljóðstyrkstakkann til að tengjast.

Hægt er að nota kallkerfið til að tala við einn einstakling eða hóp af fólki
með samhæfan búnað. Þegar uppkall þitt er tengt þarf fólkið sem þú vilt
kalla upp ekki að svara símanum. Þátttakendur ættu að staðfesta
viðtöku hvers kyns samskipta þar sem það á við, þar sem engin önnur
staðfesting er fyrir því að viðtakendur hafi heyrt .kallið.

Þjónustuveitan gefur upplýsingar um framboð þjónustunnar, kostnað
og áskrift. Reikiþjónusta gæti verið takmarkaðri en fyrir hefðbundin
símtöl.

Áður en hægt er að nota kallkerfisþjónustuna verður að tilgreina
stillingar kallkerfisþjónustunnar. Sjá “Kallkerfisstillingar” á bls. 82.

Hægt er að nota aðra valkosti símans meðan tenging við
kallkerfisþjónustuna er virk. Kallkerfisþjónustan er ekki tengd
hefðbundnum talsamskiptum; þar af leiðandi eru margir valkostir sem í
boði eru fyrir hefðbundin talsamskipti (til dæmis talhólf) ekki í boði fyrir
kallkerfissamskipti.