
Kallkerfissímtal móttekið
Stuttur tónn lætur þig vita af mótteknu kallkerfissímtali. Upplýsingar
eins og rásarnafn og gælunafn (sérþjónusta) þess sem hringir eru sýndar.
Hafirðu stillt símann þannig að hann láti þig fyrst vita af tveggja manna
símtali skaltu samþykkja eða hafna símtalinu.
Ef þú styður á efri hljóðstyrkstakkann til að reyna að svara hringingunni
á meðan annar meðlimur er að tala heyrirðu tón og
Í biðröð
er sýnt á
meðan þú heldur efri hljóðstyrkstakkanum inni. Haltu efri
hljóðstyrkstakkanum inni og bíddu eftir því að hinn aðilinn ljúki máli
sínu, þá getur þú talað.