■ Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá
Nokia
Notaðu alltaf rafhlöður frá Nokia til að tryggja öryggi þitt. Til að tryggja að þú
fáir rafhlöður frá Nokia skaltu kaupa þær hjá viðurkenndum söluaðila Nokia,
ganga úr skugga um að 'Nokia Original Enhancements' táknið sé á umbúðunum
og skoða heilmyndarmiðann á eftirfarandi hátt:
Þó svo að þessum fjórum skrefum sé fylgt nákvæmlega er það ekki fullkomin
trygging fyrir því að rafhlaðan sé sannvottuð. Ef þú hefur minnstu ástæðu til að
ætla að rafhlaðan þín sé ekki ósvikin Nokia rafhlaða skaltu ekki nota hana heldur
fara með hana til viðurkennds þjónustu- eða söluaðila Nokia. Viðurkenndir
þjónustu- og söluaðilar Nokia kanna sannvottun rafhlöðunnar. Ef ekki er hægt að
staðfesta sannvottunina skaltu skila rafhlöðunni til verslunarinnar þar sem þú
keyptir hana.
Sannvottun heilmyndar
1. Þegar þú horfir á heilmyndina á miðanum
ættirðu að sjá Nokia-handabandstáknið frá einu
sjónarhorni og 'Nokia Original Enhancements'
táknið frá öðru.
2. Þegar þú snýrð heilmyndinni til vinstri, hægri,
upp eða niður ættirðu að sjá 1, 2, 3, eða 4 punkta,
allt eftir staðsetningu hennar.
3. Skafðu hliðina á miðanum og þá á að koma í
ljós 20-stafa tala, t.d. 12345678919876543210.
Snúðu rafhlöðunni þannig að tölurnar vísi upp.
20-stafa talan byrjar í efri röðinni og heldur áfram
í neðri röðinni.
U p p l ý s i n g a r u m r a f h l ö ð u
103
4. Fáðu staðfestingu á því að 20-stafa talan sé
gild með því að fylgja leiðbeiningunum á
www.nokia.com/batterycheck.
Til að búa til textaskilaboð skaltu slá inn 20 stafa töluna, t.d.
12345678919876543210, og senda hana á +44 7786 200276.
Gjaldskrá innlendra og erlendra símafyrirtækja gildir.
Þá áttu að fá skilaboð sem segja til um hvort hægt er að sannvotta töluna
eða ekki.
Hvað ef rafhlaðan er ekki ósvikin?
Ef þú getur ekki staðfest að Nokia-rafhlaðan með heilmyndinni á miðanum sé
ósvikin Nokia-rafhlaða skaltu ekki nota rafhlöðuna. Farðu með hana til næsta
viðurkennda þjónustuaðila eða sölustaðar Nokia til að fá aðstoð. Notkun
rafhlaða sem eru ekki samþykktar af framleiðanda getur verið hættuleg. Hún
getur jafnframt leitt til þess að tækið og aukahlutir þess virki ekki sem skyldi eða
skemmist. Notkun þeirra kann jafnframt að ógilda allar þær samþykktir eða
ábyrgðir sem eiga við tækið.
Nánari upplýsingar um ósviknar Nokia rafhlöður er að finna á
www.nokia.com/battery.
U m h i r ð a o g v i ð h a l d
104