
Virkur biðskjár
Virki biðskjárinn getur innihaldið
marga efnisglugga, t.d. glugga með
almennum vísum og skjátákni
símafyrirtækisins (1), flýtivísum (2),
valkostum fyrir hljóð (3) og dagbók (4).
Upplýsingar um hvernig á að kveikja
og slökkva á virka biðskjánum er að
finna í
Virkur biðskjár
í “Stillingar
biðstöðu” á bls. 53.
Virki biðskjárinn er í hvíld þegar
miðvaltakkinn (5) er
Valmynd
. Þá
getur þú aðeins skoðað efni.
Stýrihnappurinn er notaður til að
fletta í gegnum efnið. Upplýsingar um
hvernig á að breyta valtakkanum sem opnar skjáinn er að finna í
Takki
virks biðskjás
í “Stillingar biðstöðu” bls. 53. Þegar örvar sjást á skjánum
er hægt að fletta til hægri og vinstri.
Hægt er að velja hvaða efni birtist á virka biðskjánum með því að velja
Valkost.
og velja samsvarandi valkost. Sjá “Stillingar biðstöðu” á bls. 53.
Hægt er að setja skjáinn í hvíld með því að velja
Hætta
. Skjárinn fer
sjálfkrafa í hvíld ef ekki er stutt á neinn takka í tiltekinn tíma.