Nokia 6085 - Margmiðlunarskilaboð

background image

Margmiðlunarskilaboð

Til athugunar: Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti
og birt margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða getur verið breytilegt
eftir móttökutækinu.

Margmiðlunarskilaboð geta innihaldið texta, hljóð, mynd,
dagbókarfærslu, nafnspjald eða myndinnskot. Ef skilaboðin eru of stór er
hugsanlegt að síminn geti ekki tekið við þeim. Í sumum símkerfum geta
skilaboð innihaldið veffang þar sem hægt er að skoða
margmiðlunarskilaboðin.

Ekki er hægt að taka við margmiðlunarskilaboðum ef símtal er í gangi
eða ef vefskoðun er í gangi með tengingu við GSM-símkerfi. Þar sem
sending margmiðlunarskilaboða getur mistekist af ýmsum ástæðum
skal ekki treysta eingöngu á þau fyrir mikilvæg samskipti.