
Sending skilaboða
Þegar þú hefur lokið við að skrifa skilaboð skaltu velja
Senda
til að
senda þau eða ýta á hringitakkann. Síminn vistar skilaboðin í
Úthólf
möppunni og sendir þau svo. Ef þú velur
Vista send skilaboð
>
Já
eru
skilaboðin vistuð í
Sendir hlutir
möppunni. Sjá “Almennar stillingar” á
bls. 43.
Hreyfimyndin
er sýnd á meðan síminn sendir boðin. Móttaka
skilaboða veltur á nokkrum þáttum. Þjónustuveitan veitir nánari
upplýsingar um skilaboðaþjónustu.

S k i l a b o ð
32
Það tekur lengri tíma að senda margmiðlunarskilaboð en textaskilaboð.
Hægt er að nota aðra valkosti símans þegar hann er að senda skilaboð.
Ef truflun verður á sendingunni gerir síminn nokkrar tilraunir til að
senda skilaboðin aftur. Ef það mistekst að senda skilaboðin eru þau
áfram í
Úthólf
möppunni. Þú getur reynt að senda þau aftur síðar.
Til að hætta við að senda skilaboð sem eru í
Úthólf
-möppunni skaltu
velja skilaboðin og svo
Valkost.
>
Hætta v. sendingu
.