Nokia 6085 - Spjall

background image

Spjall

Þú getur lyft textaskilaboðum á nýtt svið með spjallþjónustu
(sérþjónusta) í þráðlausu umhverfi. Þú getur spjallað við vini og ættingja
óháð farsímakerfi eða verkgrunni (eins og Internetinu) sem þeir nota svo
lengi sem allir nota sömu spjallþjónustuna.

Áður en þú getur notað spjallboð þarftu fyrst að skrá þig í
skilaboðaþjónustu þráðlausu þjónustuveitunnar og skrá þig hjá
spjallþjónustunni sem þú vilt nota. Þú þarft einnig að fá notandanafn og
lykilorð áður en þú getur notað spjallboð. Sjá meiri upplýsingar í
“Skráning hjá spjallþjónustu” á bls. 35.

Það fer eftir spjallþjónustuveitunni og þráðlausu þjónustuveitunni
hvort þú hafir aðgang að öllum aðgerðunum sem lýst er í handbókinni.

Sjá

Tengistillingar

í “Aðgangur” á bls. 35 varðandi val á nauðsynlegum

stillingum fyrir spjallþjónustuna. Tákn og textar sem birtast á skjánum
kunna að vera mismunandi eftir spjallþjónustum.

Þegar tenging við spjallþjónustu er virk er hægt að nota aðra valkosti
símans. Spjallið er þá virkt í bakgrunni á meðan. Spjallforritið getur
tæmt rafhlöðu símans hraðar og því gæti þurft að tengja símann við
hleðslutæki. Þetta fer eftir því hvaða kerfi er notað.