Nokia 6085 - Tölvupóstur

background image

Tölvupóstur

Tölvupóstforritið notar gagnapakkatengingu (sérþjónusta) sem gerir þér
kleift að opna tölvupóstinn þinn í símanum þegar þú ert utan
skrifstofunnar eða heimilisins. Þetta tölvupóstforrit er ólíkt
SMS-tölvupóstforritinu. Til að nota tölvupóstforrit símans þarf að
tengjast við samhæft póstkerfi.

background image

S k i l a b o ð

39

Hægt er að skrifa, senda og lesa tölvupóst með símanum. Einnig er hægt
að vista og eyða tölvupósti á samhæfri tölvu. Síminn styður POP3- og
IMAP4-póstmiðlara.

Áður en þú getur sent og tekið við tölvupósti gætirðu þurft að gera
eftirfarandi:

• Fá nýjan tölvupóstreikning eða nota þann reikning sem þú ert þegar

með. Tölvupóstþjónustuveitan gefur upplýsingar um
tölvupóstreikninga.

• Símafyrirtækið eða tölvupóstþjónustuveitan veitir upplýsingar um

tölvupóststillingar. Hægt er að fá tölvupóststillingarnar í
stillingaboðum frá þjónustuveitunni. Sjá “Stillingaþjónusta” á
bls. 10. Einnig er hægt að slá stillingarnar inn handvirkt. Sjá
“Stillingar” á bls. 64.

Til að breyta tölvupóststillingunum skaltu velja

Valmynd

>

Skilaboð

>

Tölvupóstur

>

Valkost.

>

Sýsla m. pósthólf

.

Forritið styður ekki takkaborðstóna.