Nokia 6085 - Textaskilaboð

background image

Textaskilaboð

Tækið styður sendingu á textaboðum sem eru lengri en sem nemur
lengdartakmörkunum á stökum skilaboðum. Lengri skilaboð verða send sem röð
tveggja eða fleiri skilaboða. Þjónustuveitan tekur hugsanlega gjald í samræmi við
það. Stafir sem nota kommur eða önnur tákn og stafir úr sumum
tungumálakostum, eins og kínversku, taka meira pláss sem takmarkar þann fjölda
stafa sem hægt er að senda í einum skilaboðum.

Lengdarvísir skilaboðanna birtist efst á skjá símans. Þessi vísir gerir þér
kleift að sjá hversu margir stafir eru eftir í skilaboðunum þegar þú skrifar
texta. Til dæmis merkir 673/2 að það séu 673 stafir eftir og að skilaboðin
verði send í tveimur hlutum.

Hægt er að nota fyrirframskilgreind sniðmát til að skrifa textaskilaboð.
Áður en hægt er að senda SMS eða tölvupóst þarf að velja
skilaboðastillingarnar. Sjá “Skilaboðastillingar” á bls. 43.

Upplýsingar um SMS-póstþjónustu og áskrift fást hjá þjónustuveitunni