
Flýtiritun
Með flýtiritun er hægt að skrifa texta á fljótlegan hátt með því að nota
takkaborð símans og innbyggða orðabók.
1. Byrjaðu að skrifa orð með tökkunum 2 til 9 og ýttu aðeins einu sinni
á hvern takka fyrir hvern staf. Orðið breytist eftir hvern innslátt.
2. Þegar þú hefur lokið við að skrifa orðið og það er rétt, ýtir þú á 0.
3. Ef orðið á skjánum er ekki rétt skaltu ýta endurtekið á *, eða velja
Valkost.
>
Skoða fleiri tillögur
. Þegar orðið sem þú vilt slá inn birtist,
skaltu velja
Nota
.
4. Ef greinarmerkið ? birtist aftan við orðið er orðið sem þú ætlaðir að
slá inn ekki í orðabókinni. Veldu
Stafa
til að bæta orðinu inn í
orðabókina. Stafirnir sem færðir voru inn birtast í símanum. Sláðu
inn orðið (með hefðbundnum innslætti) og veldu
Vista
.