
■ Hugbúnaðaruppfærslur fyrir síma
Þú getur ræst hugbúnaðaruppfærslur fyrir síma á valmyndinni
Uppfærslur
. Einnig getur þjónustuveitan ræst uppfærslurnar með því að
senda þær beint í tækið. Þessi aðgerð kallast FOTA (fastbúnaður með
ljósvakaboðum).
Viðvörun: Ef þú setur inn hugbúnaðaruppfærslu getur þú ekki
notað tækið, jafnvel ekki fyrir neyðarsímtöl, fyrr en
uppfærslunni er lokið og tækið hefur verið endurræst. Gættu
þess að taka öryggisafrit af gögnum áður en þú tekur við
FOTA-uppfærslu.

S t i l l i n g a r
67