Nokia 6085 - Þráðlaus Bluetooth-tækni

background image

Þráðlaus Bluetooth-tækni

Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2.0 sem styður eftirfarandi
snið: handfrjálst snið, höfuðtól, vefaðgangur, OPP (Object Push Profile), snið fyrir
skráaflutning, snið fyrir innhringitengingu, SIM-aðgangssnið, snið fyrir raðtengi
(serial port), snið fyrir mannviðmótstæki (human interface device), PAN-snið
(personal area network), hljóðmiðlunarsnið og fjarstýringu fyrir hljóð og mynd. Til
að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem styðja Bluetooth-tækni skal nota
aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund. Leita skal upplýsinga
hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við þetta tæki.

Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni á sumum stöðum. Kanna
skal það hjá yfirvöldum á staðnum eða þjónustuveitunni.

Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í
bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast aukinnar rafhlöðuorku og
minnka endingu rafhlöðunnar.

Með þráðlausri Bluetooth-tækni er hægt að tengja símann við samhæft
Bluetooth-tæki sem er í innan við 10 metra (33 feta) fjarlægð. Þar sem
tæki sem nota Bluetooth-tækni hafa samskipti sín á milli með
útvarpsbylgjum, þurfa síminn og önnur tæki ekki að vera í beinni
sjónlínu, enda þótt tengingin geti orðið fyrir áhrifum vegna hindrana
eins og veggja eða truflana frá öðrum raftækjum.

Bluetooth-tenging er sett upp með því að gera eftirfarandi:

1. Veldu

Valmynd

>

Stillingar

>

Tengimöguleikar

>

Bluetooth

.

2. Til að kveikja að slökkva á Bluetooth velurðu

Bluetooth

>

Kveikja

eða

Slökkva

.

merkir að kveikt sé á Bluetooth.

3. Til að leita að samhæfum Bluetooth-hljóðtækjum velurðu

Leita að

aukahlutum fyrir hljóð

. Veldu tækið sem þú vilt tengja við símann.

Til að leita að öllum Bluetooth-tækjum innan svæðisins velurðu

Pöruð tæki

. Veldu

Nýtt

til að birta lista yfir Bluetooth-tæki innan

svæðisins. Veldu tæki og svo

Para

.

background image

S t i l l i n g a r

58

4. Sláðu inn Bluetooth-lykilorð tækisins til að tengja ('para') tækið við

símann. Aðeins þarf að gefa upp þetta lykilorð þegar tengst er við
tækið í fyrsta sinn. Síminn tengist við tækið og hægt er að hefja
gagnaflutning.