Nokia 6085 - Pakkagögn

background image

Pakkagögn

GPRS-tækni (General Packet Radio Service) er sérþjónusta sem gerir
farsímanotendum það kleift að senda og taka á móti gögnum um net
sem byggir á Internetsamskiptareglum (Internet Protocol, IP). GPRS er
gagnaflutningsmáti sem veitir þráðlausan aðgang að gagnakerfum eins
og Internetinu.

EGPRS (Enhanced GPRS) er svipað og GPRS en býður upp á hraðari
tengingu. Símafyrirtækið eða þjónustuveitan veitir upplýsingar um
framboð á (E)GPRS eða GPRS og um gagnasendihraða.

Forrit sem gætu notað (E)GPRS eða GPRS eru MMS, myndbandstreymi,
vefskoðunarlotur, tölvupóstur, fjartengt SyncML, niðurhal Java-forrita
og PC-upphringing.

background image

S t i l l i n g a r

59

Athuga skal að þegar GPRS hefur verið valið sem gagnaflutningsmáti
notar síminn EGPRS í stað GPRS ef það er hægt í símkerfinu. Ekki er
hægt að velja á milli EGPRS og GPRS. Í sumum forritum er hins vegar
hægt að velja um GPRS eða

GSM-gagnasend.

(CSD, Circuit Switched

Data).

Tilgreint er hvernig þjónustan er notuð með því að velja

Valmynd

>

Stillingar

>

Tengimöguleikar

>

Pakkagögn

>

Pakkagagna-tenging

og

einn af eftirtöldum valkostum:

Þegar þörf er

— til að stilla pakkagagnaskráningu og -tengingu þannig

að henni sé komið á þegar forrit sem notar pakkagögn þarfnast hennar
og lokað þegar hætt er í forritinu.

Sítenging

— til að láta símann skrá sig sjálfkrafa inn á pakkagagnanet

þegar kveikt er á honum.

eða táknar að GPRS eða EGPRS þjónustan

sé til staðar.

Ef hringt er í símann eða hann tekur við textaskilaboðum, eða hringt er
með GPRS- eða EGPRS-tengingu, merkir

eða

að GPRS- eða

EGPRS-tengingin sé í bið.