
Gagnaflutningur og samstilling
Hægt er að samstilla gögn úr dagbók, minnisbók og tengiliðum við
samhæf tæki (til dæmis farsíma), samhæfar tölvur eða ytri
internetmiðlara (sérþjónusta).
Hægt er að flytja gögn á milli símans og samhæfrar tölvu eða annars
samhæfs tækis þegar síminn er notaður án SIM-korts. Bent er á að þegar
síminn er notaður án SIM-korts eru sumar aðgerðir dekktar í
valmyndum og ekki er hægt að nota þær. Samstilling við
Internet-miðlara er ekki möguleg án SIM-korts.
Ef þú vilt afrita eða samstilla gögn úr símanum þínum verða heiti
tækisins og stillingar þess að vera á félagalistanum í tengiliðum
gagnaflutninga. Ef þú færð send gögn úr öðru samhæfu tæki er
viðkomandi sjálfkrafa bætt á listann í samræmi við mótteknu gögnin.
Samst. miðlara
og
Stillingar fyrir PC-samstillingar
eru upphaflegu
atriðin á listanum.
Ef þú vilt bæta nýjum félaga við listann (til dæmis nýju tæki) skaltu velja
Valmynd
>
Stillingar
>
Tengimöguleikar
>
Gagnaflutningur
>
Valkost.
>
Bæta við tengilið
>
Samstilling síma
eða
Afritun síma
og færa
inn stillingarnar í samræmi við flutningsgerðina.
Ef breyta á stillingum fyrir afritun og samstillingu skaltu velja tengilið af
félagalistanum og svo
Valkost.
>
Breyta
.
Veldu
Valkost.
>
Eyða
>
Í lagi
til að eyða félaganum. Ekki er hægt að
eyða
Samst. miðlara
og
Samstilling síma
.