
Stillingar pakkagagna
Hægt er að tengja símann við samhæfa tölvu með þráðlausri
Bluetooth-tengingu eða USB-gagnasnúru og nota hann sem mótald til
að koma á EGPRS eða GPRS tengingu úr tölvunni.
Til að tilgreina stillingar á EGPRS- eða GPRS-tengingum frá tölvunni
þinni skaltu velja
Valmynd
>
Stillingar
>
Tengimöguleikar
>
Pakkagögn
>
Stillingar pakkagagna
>
Virkur aðgangsstaður
, og virkja
aðgangsstaðinn sem þú vilt nota. Veldu
Breyta virkum aðgangsstað
>
Heiti á aðgangsstað
, sláðu inn nafn til að breyta stillingum
aðgangsstaðar og veldu
Í lagi
. Veldu
Aðgangsstaður pakkagagna
, sláðu
inn heiti aðgangsstaðarins (APN) til að koma á tengingu við EGPRS- eða
GPRS-kerfið og veldu
Í lagi
.
Einnig er hægt að velja innhringistillingarnar fyrir EGPRS eða GPRS
(heiti aðgangsstaðar) á tölvu með hugbúnaðinum One Touch Access. Sjá
“Nokia PC Suite” á bls. 98. Ef stillingar hafa bæði verið valdar í tölvunni
og í símanum verður notast við stillingar tölvunnar.

S t i l l i n g a r
60