PIN-númer
PIN- (Personal Identification Number) og UPIN- (Universal Personal
Identification Number) númerin (fjórir til átta stafir) hindra að
SIM-kortið sé notað í leyfisleysi. Sjá “Öryggi” á bls. 65. PIN-númerið
fylgir yfirleitt með SIM-kortinu. Upplýsingar um hvernig á að láta
símann biðja um PIN-númerið er að finna í “Öryggi” á bls. 65.
PIN2-númerið (fjórir til átta stafir) fylgir oftast SIM-kortum og það er
nauðsynlegt til að nota suma valkosti símans.
Nauðsynlegt er að slá inn PIN-númer öryggiseiningar til að fá aðgang að
upplýsingum sem þar eru geymdar. Sjá “Öryggiseining” á bls. 94.
PIN-númer öryggiseiningar fylgir með SIM-kortinu ef kortið inniheldur
öryggiseiningu.
PIN-númer undirskriftar er nauðsynlegt til að geta notað stafrænu
undirskriftina. Sjá “Stafræn undirskrift” á bls. 96. PIN-númer
undirskriftar fylgir með SIM-kortinu ef það inniheldur öryggiseiningu.
A l m e n n a r u p p l ý s i n g a r
10